Leita í fréttum mbl.is

Guðni og Íraksstríðið...þá og nú

Frásögn Guðna Ágústssonar í ævisögu sinni um Íraksstríðið er allt önnur en sú sem hann sagði frá í viðtali árið 2005 

 

Fyrst Þetta.....

 

Innlent | Morgunblaðið | 18.1.2005 | 05:30

Guðni: Íraksmálið hefur verið margrætt

„Ég tel þessa yfirlýsingu vera rétta og kannast við þessa atburðarás," segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, um yfirlýsingu forsætisráðherra í gær vegna umræðu um Íraksmálið.

„Ég tel hins vegar að ýmsar fréttastofur hafi snúið út úr orðum mínum og tekið þau úr samhengi, án þess að bera það undir mig. Það er alveg skýrt þarna, að ákvörðun um að styðja með pólitískri yfirlýsingu hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna, sem Halldór og Davíð hafa rakið mjög skýrt og eru okkar banda- og vinaþjóðir á þessum vettvangi, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Ég hef aldrei sagt neitt annað en að þetta Íraksmál hefur verið margrætt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd og á vegum okkar framsóknarmanna fyrir og eftir þessa ákvörðun. Það er alveg á hreinu af minni hálfu," segir Guðni.

Er ekki að hverfa frá stuðningi við þessa pólitísku yfirlýsingu

„Ég vil líka hafa það á hreinu að ég lýsti því yfir að stuðningur minn væri við þessa pólitísku yfirlýsingu og er ekkert að hverfa frá því. Ég tel hins vegar mjög mikilvægt að þessari umræðu sem hér er eilíft í gangi um Íraksmálið ljúki," segir hann ennfremur og bætir við að Íslendingar séu ekki beinir aðilar að þessu stríði fremur en öðrum.

 

„Þarna voru auðvitað bandamenn að fara inn til þess að taka þennan Saddam Hussein, sem hafði drepið milljón manns og ógnaði heimsfriði. Það er auðvitað skýrt að þessi 30 þjóða yfirlýsing sneri eingöngu að því að fara inn og taka þennan mann úr umferð og hefja svo uppbyggingu í Írak og lýðræðislega endurskipulagningu. Nú eru kosningar þar framundan og þar er því hafinn nýr tími og ég held að við eigum ekkert að eyða kröftum okkar í þessar deilur. Maðurinn var ógnvænlegur," segir Guðni. 

 

 

......og nú þetta.

 

 

Vísir, 25. nóv. 2007 11:49

Guðni segir framkomu Halldórs ódrengilega

Guðni Ágústsson lýsir því í nýrri ævisögu sinni að ódrengilegt hafi verið af formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að hafa varaformann sinn ekki með í ráðum þegar Halldór og Davíð Oddsson ákváðu að styðja innrás Bandaríkjamanna í Írak.

Stuðningur þessara tveggja ráðamanna við Íraksstríðið olli miklum titringi meðal flokksmanna og þjóðarinnar. Guðni lýsir því í bókinni Guðni - af lífi og sál hvernig hann heyrir fyrst af stuðningi íslenskra stjórnvalda við þessar hernaðaraðgerðir í útvarpsfréttum á leið eftir Reykjanesbrautinni í bíl sínum. Honum bregður svo að litlu munar að hann missi stjórn á bílnum og lendi utan vegar.

Guðni hringir í lykilmenn í flokknum og verður ljóst að Halldór tók þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við mjög þröngan hóp nánustu samstarfsmanna. Viðbrögðum Guðna er svo lýst í bókinni: „Guðni er óttasleginn... Hann kvíðir viðbrögðum flokksmanna og finnst ódrengilegt að hafa ekki fengið að vera með í ráðum. Þessi pólitíski einleikur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir flokksforystuna og flokkinn allan."

Guðni heldur sig til hlés í málinu, en er „fúll og sár út í formann sinn fyrir pólitískan afleik sem ekki sér fyrir endann á." Svo gerist það að hann fer í viðtal í Sunnudagsþáttinn á Skjáeinum. Þar er hann þráspurður um þennan gjörning og Guðni endar á því að segja að „þetta sé ákvörðun Davíðs og Halldórs og þeir verði að klóra sig fram úr henni." Við þessi ummæli verður allt vitlaust í flokknum. „Halldór," segir í bókinni, „er Guðna reiður og varaformaðurinn er kallaður á teppið. Alþjóð þekkir eftirleikinn, Halldór er horfinn af vettvangi stjórnmálanna og Guðni sestur í formannsstól."

 

 

 

 Hvoru megin segir hann satt????

Þegar menn setjast í helgan stein þá rita þeir sína ævisögu en að sitjandi formaður geri það.....það orkar tvímælis. Þau skrif sem rata í fréttir úr ævisögu Guðna eru ekki heldur til þess fallnar að lægja öldur í flokki hans sem er að jafna sig eftir erfiðar innanbúðardeilur. Manni sýnist Guðni nú vera að kasta olíu á þann eld sem var að slokkna og þannig haga vandaðir formenn sér ekki.

Jú Halldór hætti, hann axlaði sína ábyrgð en Guðni hefur ákveðið að láta sem hann hafi ekki verið á staðnum, hann hefur ákveðið að snúa blinda auganu að sjálfum sér og slá fyrrum samstarsmenn og forseta neðan beltisstaðar. Ja svei mér ef kona Gunnars á Hlíðarenda hefði bara ekki verið stolt af pilti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson
Þitt að dæma um það á endanum. Held með Leeds og Fram. Í tónlist hlusta ég mest á Janis Ian, Mark Knopfler, Klaus Nomi og fleiri þessháttar ljúflinga. Í kvikmyndum höfða Sci-Fi  myndir mest til mín.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband