Leita í fréttum mbl.is

Alvöru listamenn deyja aldrei.

Ef ég nefndi nafnið Klaus Sperber myndi einhver kannast við þann mann? Og ef ég segði að hann þótti ákaflega framúrstefnulegur í því sem hann gerði en væri þrátt fyrir allt þekktastur fyrir að hafa dáið......nægði sú vísbending til að segja þér um það hver þessi maður er?

Honum skaut allt í einu upp á yfirborðið um 1979 í New York og allt í einu var hann á hvers manns vörum í underground heimi listalífsins. Árið 1981 kom fyrri platan hans af tveimur út og seldist illa. Þá var hann búinn að taka upp listamannsnafnið Klaus Nomi sem var og heitið á hans fyrstu plötu. Nafnið Nomi bjó hann til úr orðinu OMNI sem var uppáhaldstímaritið hans.

Í dag er þessi plata talin ein af meistaraverkum samtímans, þarna var eitthvað alveg nýtt og frumlegt að gerast og þrátt fyrir allt....fáranlega einfalt.

Klaus hafði mikið dálæti á operutónlist og var lærður sem slíkur, söngstíll hans, klæðaburður og framkoma á sviði var þess eðlis að áhorfendur vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Svo sérstakur þótti stíll hans að hvergi var hægt að staðsetja hann, það sem hann flutti var ekki rokk, ekki klassík, ekki popp ekki pönk eða new wave en samt allt þetta í senn. Fljótlega aðhylltust menn þeirri skoðun að hann væri ekki af þessum heimi hann hefði komið með geimskipi utan úr geimnum. Klaus Nomi lifði sig inn í það hlutverk, Klaus Sperber var horfinn með öllu, geimveran Klaus Nomi hafði tekið yfir persónuleika hans.

Mörg góð lög eru á þessari plötu eins og Lightning Strikes, Nomi, The  Cold Song, You Don´t Own Me, Samson and Delilah og Total Eclipse  http://uk.youtube.com/watch?v=yuSrsGzhD9U&feature=related  Takið eftir múnderingunni hans allt frá skónum og að hvítmáluðu andlitinu með málaðar varir eins og á Geishu.

Árið 1982 kom síðari plata hans út hún bar nafnið Simple Man eðlilegt framhald á þeirri tónlistarstefnu sem hann hóf að þróa með fyrstu plötu sinni en náði ekki að fullkomna því endalokin voru að nálgast og þreyta og slappleiki af ókunnum sjúkdómi yfirtók allt hans líf.  

Klaus hafði mikil áhrif á samtímatónlist á áttunda áratuginum en aðal ástríða hans var óperutónlistin. Í næsta myndbandi sem er eitt af því síðasta sem hann gerði, syngur hann lag af fyrstu sólóplötu sinni.

Lagið The Cold Song eftir Purcell er sérkennileg aría úr óperunni Arthur konungur. Það er kaldhæðnislegt og sorglegt í senn að báðir þessir hæfileikaríku listamenn náðu ekki háum aldri, Purcell dó árið 1695 af berklum aðeins 36 ára gamall og Nomi dó 1983 aðeins 39 ára gamall.

http://uk.youtube.com/watch?v=0Ri8_C5mQx8


---------- Purcell's Cold Genius -----------

What power art thou, who from below
Hast made me rise unwillingly and slow
From beds of everlasting snow
See'st thou not ( how stiff )2) and wondrous old
Far unfit to bear the bitter cold,
I ( can scarcely move or draw my breath )2)
Let me, let me freeze again to death.3)

-------------------------------

Textinn við þessa aríu er sérlega sterkur og með tilliti til þess, nú er maður veit hve listamaðurinn þjáðist mikið vegna sjúkdóms síns þá fær textinn enn meiri dýpt og eykur enn frekar á þá sorg sem hann túlkar. 

Þrátt fyrir að Klaus Sperber hafi dáið og fengið þann vafasama heiður að vera fyrsta fræga persónan sem deyr úr eyðni þá lifir Klaus Nomi enn 25 árum síðar. Og þó hann hafi ekki náð að fullkomna tónlistarstíl sinn og þ.a.l. ekki náð hápunkti ferils síns þá er hans enn minnst sem einn af þeim stóru og menn óneitanlega velta því fyri sér hvert tónlist hans hefði þróast og hvaða hæðum hann hefði náð....bara ef.

En það varð ekkert ef, Klaus Nomi var fyndinn og hlýr maður, nánast einfeldingur og gjálífið tók sinn toll, eða eins og hann sagði sjálfur: "Klaus syngur eins og geldingur...en er þó með öll tól í lagi og á sínum stað"

Heimaldarmynd um Nomi var sett á markað fyrir nokkrum árum,fyrir þá sem hafa áhuga. 

 http://www.moviemaze.de/media/trailer/view/7206/99bc0cdd992103337d7311c065259de2/1591_trailer01-en_480.mov

Þarf að bíða eftir að hlaðist...muna að ýta á spila (play) takkan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson
Þitt að dæma um það á endanum. Held með Leeds og Fram. Í tónlist hlusta ég mest á Janis Ian, Mark Knopfler, Klaus Nomi og fleiri þessháttar ljúflinga. Í kvikmyndum höfða Sci-Fi  myndir mest til mín.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband