23.11.2007 | 20:05
Beiðni frá Texas, framhald.
Hér neðar er grein sem heitir Beiðni frá Texas og fjallar hún um beiðni um að mál Darlie Routier verði tekið aftur upp. Allt virðist benda til þess að hún hafi verið ranglega dæmd um morð sem hún getur ekki hafa framið. Fjölskylda hennar hefur hafið söfnun til að geta rannsakað ný gögn sem komið hafa fram í þessu máli og þannig fengið það endurupptekið. Þau þurfa 10.000 usd. og nú er svo komið að þau eru komin langleiðina að ná því markmiði.
Hér fyrir neðan er þakkarbréf frá vini Darlie sem fylgir þessu máli vel eftir og finnst honum eins og mér alveg stórmerkilegt að svona hlutir skuli geta gerst hjá stórþjóðinni USA "The Land of Free". Mig langar til að láta fylgja með slóð á ensku um þetta mál http://www.texasmonthly.com/mag/issues/2002-07-01/feature3-1.php
þá er það þakkarbréfið, Þú afsakar lesandi góður að ég þýði ekki þetta þakkarbréf.
Thank you--from Darlie's mother, from Darlie, and from me.
Athugasemdir
Já svona er fyrirmyndarlandið nefnilega i raun. Ísköld einstaklingshyggja.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 23.11.2007 kl. 20:11
Þarf ekkert að sannfærast um sekt eða sakleysi konunnar, skrifaði undir. Er alfarið á móti dauðarefsingum, alltaf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 20:17
Þakka ykkur, Þórdís og Jenný fyrir áhugann. Er innilega sammála ykkur. Innilegt þakklæti fyrir að skrifa undir beiðnina Jenný.
Gísli Guðmundsson, 23.11.2007 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.