Færsluflokkur: Bloggar
23.11.2007 | 20:05
Beiðni frá Texas, framhald.
Hér neðar er grein sem heitir Beiðni frá Texas og fjallar hún um beiðni um að mál Darlie Routier verði tekið aftur upp. Allt virðist benda til þess að hún hafi verið ranglega dæmd um morð sem hún getur ekki hafa framið. Fjölskylda hennar hefur hafið söfnun til að geta rannsakað ný gögn sem komið hafa fram í þessu máli og þannig fengið það endurupptekið. Þau þurfa 10.000 usd. og nú er svo komið að þau eru komin langleiðina að ná því markmiði.
Hér fyrir neðan er þakkarbréf frá vini Darlie sem fylgir þessu máli vel eftir og finnst honum eins og mér alveg stórmerkilegt að svona hlutir skuli geta gerst hjá stórþjóðinni USA "The Land of Free". Mig langar til að láta fylgja með slóð á ensku um þetta mál http://www.texasmonthly.com/mag/issues/2002-07-01/feature3-1.php
þá er það þakkarbréfið, Þú afsakar lesandi góður að ég þýði ekki þetta þakkarbréf.
Thank you--from Darlie's mother, from Darlie, and from me.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2007 | 15:57
Leeds að keppa í beinni. Vann 2-1
Er nú á vellinum í Leeds gegnum tölvuna mína að fylgjast með mínum mönnum leika við Swindon. Fæ allar upplýsingar uppfærðar á tveggja mín. fresti gegnum þessa síðu http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/l/leeds_united/live_text/default.stm og mínir menn eru yfir 1-0. Go Leeds go.
Æi þurfti Swindon nú endilega að jafna í 1-1 á 47 mín.
Leeds hefur skorað aftur, markið kom á 56 mín. staðan 2-1
Leik lokið með sigri Leeds, 8 gul spjöld veitt í leiknum, Leeds fékk 1 en Swindon 7. Lofar góðu fyrir framhaldið hjá Leeds allt útlit fyrir að þeir komist upp um deild þrátt fyrir að þurfa að byrja þessa deild með 15 stig í mínus.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 19:50
Eru nýju valdhöfunum ekki að verða illt í bendifingrinum?
Langar til að vekja athygli á þessari grein Birkis. Það að kenna framsóknarflokknum um allt er að verða að frekar hjákátlegum farsa. Þegar þeim er svo líka kennt um það.............sem ekki er hægt að kenna þeim um...............er þá ekki eitthvað mikið að hjá þeim sem benda.
http://birkir.blog.is/blog/birkir/entry/365765/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2007 | 17:08
Heimur minnkandi fer
Sit og velti vöngum yfir hve stórkostlegur þessi netheimur er og hve samþjappandi áhrif hann hefur. "Heimur minkandi fer" á svo sannarlega við. Nú sit ég hér og blogga og les blogg frá öðrum sem ég veit engin deili á en lít á sem nýa íslenska vinahópinn minn. Svo er ég með annað augað á E-bay, nánari tiltekið þessa síðu
þar er ég með nýu erlendu vinum mínum frá öðrum bloggheimi að bjóða í þessar þrjá stórkostlegu hljómdiska en allt söluandvirði rennur óskert til http://pearlfoundation.com/ En þessi samtök hjálpa konum til að fara aftur í skóla eftir að hafa þurft að gera hlé á skólagöngu sinni af einhverjum ástæðum.
Og nú ýti ég á hnapp og einhver les þetta fær áhuga og kannski býður í þessar þrjár frábæru plötur sem eru pressaðar í Japan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 23:07
Jólaátökin.
Nú eru jólin að nálgast og konan farin að spyrja hvort "Við eigum ekki að fara að mála", konan veit ekki hvað snýr fram eða aftur á pensli og samt setur hún upp að "Við" eigum að mála.......mig langar ekkert að mála svo ég spyr á móti hvort "Við eigum ekki að þvo veggina frekar". Ég veit nefnilega ekkert um hvernig sá gjörningur fer fram.
það er sem sagt farið að takast á um hvernig eigi að undirbúa heimilið fyrir jólin, parket á gólfin, klára þetta og klára hitt, plús allur baksturinn, jakk. Hvenær ætlar konum og körlum að skiljast að jólin er fyrir börnin og það að styrkja fjölskylduböndin........en vorin eru tími hreingerningana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2007 | 18:46
Beiðni um aðstoð frá Texas
Þessi beiðni er frá erlendum vini sem hefur beðið mig um að miðla áfram. Biðst fyrirfram afsökunar á þýðingu minni en bréfi hans er eftirfarandi: Beiðni um aðstoð.
Fjölskylda hennar heldur úti heimasíðu henni til stuðnings og þó heimasíðan sé ekki sú besta í heimi, http://www.fordarlieroutier.org/ þá segir hún nokkuð vel frá sögu hennar. Málið er að Darlie er saklaus. Sönnunargögn þar af lútandi eru umtalsverð. Sem dæmi má nefna að ekki voru leidd fram vitni við réttarhaldið sem geta staðfest sakleysi hennar. Á heimili hennar þar sem ódæðið var framið, hefur fundist blóðugt fingrafar sem er ekki af Darlie eða öðru heimilisfólki, einnig DNA sýni sem passa ekki við neinn sem vitað er að komið hafa í húsið. Blóðugur sokkur sem tengist morðstaðnum fannst í húsasundi það langt frá morðstað, að ekki var mögulegt fyrir Darlie að koma honum þangað og ná að komast til baka á þeim tíma sem morðin voru framin og þangað til hún hringdi í neyðarlínuna 911. Ég get greint frá fleiri atriðum sem sanna sakleysi hennar sem ég má ekki upplýsa en sannanir um að hún sé saklaus eru miklu fleiri og sýna að Darlie er ekki einungis saklaus af þeim verknaði sem hún var dæmd fyrir, heldur og að hún gat ekki hafa framkvæmt þennan voðaverknað sem hún nú býður dauðadóms fyrir. Vandamálið er að fjölskylda Darlie er gjaldþrota, andlega jafnt sem fjárhagslega, eftir allar tilraunir þeirra við ríkið. Barátta þeirra hefur staðið linnulaust frá því 1996 og nú er svo komið að þeim vantar peninga til að borga nauðsynlegar DNA rannsóknir sem sanna sakleysi hennar í eytt skipti fyrir öll. DNA rannsóknir eru dýrar en niðurstöður af þeim og ýmis önnur gagnasöfnun getur skilið milli lífs eða dauða saklausrar konu. Hægt er að fara á heimasíðu sem fjölskylda Darlier heldur úti og veita henni móralskan stuðning með því að skrifa undir bænaskjal (PETITION) stílað til Ríkisstjóra Texas um að mál hennar verði tekið aftur upp.
http://www.texasmonthly.com/mag/issu...feature3-4.php
|
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 23:13
Saw 1-4 og Hostel myndirnar.
Hvers vegna ífjandanum gera menn myndir ógeðar og ofbeldisupphafningarmyndir eins og Saw 1-4og Hostel 1-2 plús fleiri slíkar. Og sem verra er hvað fær menn til að hópast á þessar myndir til að glápa á þessa ólýsanlegu ónáttúru. Þetta er orðið sjúklegt og langt komið út fyrir það að vera kallað eða flokkað undir list eða afþreyingu, þetta er ekkert annað en sjúkleg úrkynjun.
Njótið lífsins og kætið aðra, kær kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2007 | 20:07
AFTUR BLAÐAMANNAFUNDI FORSÆTISRÁÐHERRA.
Sakna þess að núverandi forsætisráðherra haldi ekki blaðamannafundi svipað þeim og þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra hélt. Það er margt sem Halldór gerði og hægt er að taka til fyrirmyndar, þetta er eitt þeirra.
Davíð var frægur fyrir sín "Drottningarviðtöl", ekki mikið um erfiðar eða óþægilegar spurningar og Geir er að falla í sama farveg. Sjálfstæðismenn halda nú varla vatni yfir því að Geir Haarde hafi verið blandað í REI umræðuna, finnst það óviðeigandi að blanda honum í málið. Geir vill meiri mengunarkvóta, Ingibjörg ekki, það eru ekki mjög ágjarnar spurningar til hans um það. Fleiri atriði má nefna en reyni hver að finna sitt í því.
Nei það er búið að slá skjaldborg utanum Hvíta Fílabeinsturninn þar sem sem Forsætisráðherrar Sjálfstæðisflokksins einir allra dvelja í........og suss segja blaðamenn það má ekki styggja þá, alla aðra en ekki þá.
Hafið það gott og njótið lífsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 20:04
Mega-Euro-Disco_Kóngurinn Páll Óskar með nýa plötu
Allt fyrir ástina og Disco Diva voru sumarsmellir mínir þetta árið. Ég hef nú þegar fjárfest í plötu Jagúars og er ákaflega ánægður með hana og hlakka óskaplega til að fara út í búð á morgun og kaupa nýu plötuna hans Páls Óskars.
Einhversstaðar las ég að það hafi lítið verið um fína drætti í íslensku tónlistarlífi í ár en hvað mig varðar þá nægði það mér sem kom út í ár. Hvernig er annars hægt að leiðast yfir vali eins og Jakobínarína, Björk, Sigurrós dvd, Mugison, Jagúar, Sigga Beinteins, Megas svo örfáir eru nefndir og svo Mega-Euro-Disco Kóngurinn sjálfur hann Páll Óskar Hjálmtýson. Ég skal viðurkenna að fram að þessu hef ég ekki fundið mikla löngun til að eignast plötu með Páli á þeim forsendum að þau séu það mikið spiluð í útvarpi og svo það að lögin hans séu "tíðarandalög", þeas eldist illa. Nú held ég að það sé breyting þar á, það er eitthvað "magical" við þau lög sem hafa farið í spilun og mín trú er að þau verði ódauðleg og klassísk.
Til hamingju með plötuna þína Páll Óskar á morgun verður dansað á mínu heimili.
Gleði og lukka fylgi þér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2007 | 14:08
Pólutískt andartak.
Merkileg röksemdarfærsla sem Sjálfstæðismenn hafa uppi á stjórnarheimilinu þegar framsóknarmenn spyrja þá um aðgerðir í hinum ýmsu málaflokkum á hinu háa Alþingi. Hið staðlaða svar þeirra virðist vera: "Ekki átti ég von á að heyra þessa gagnrýni frá hæstvirtum þingmanni Framsóknarflokksins sem manna best ætti að vita um vandamálið".
Bíddu við....er þá óvinnandi vegur að taka á málunum og koma þeim í farveg, með öðrum orðum, finna og vinna eftir einhverri stefnu?........eða er það kannski nú að koma í ljós að hið stefnumarkandi afl og drifkraftur síðustu ríkisstjórnar var Framsóknarflokkurinn og við brotthvarf hans hafa grey Sjálfstæðismenn ekki enn gert sér grein fyrir því að þeir þurfa að fara að mæta í vinnu og sinna vinnunni sinni????
Svona eitt í lokin: Kæri Geir og kæra Ingibjörg Sólrún væruð þið ekki reiðubúin til að tala svolítið meira saman, svona til að samræma stefnu ykkar áður en annað ykkar úttalar sig um hana og hinn skýtur hana í kaf á opinberum vettvangi? Það lítur nefnilega enn þannig út eins og að helsti stjórnarandstöðuflokkur Sjálfstæðismanna sé Samfylkingin og að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að Framsóknarflokkurinn sé í stjórnarandstöðu.
Lifið heil og vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af mbl.is
Innlent
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
- Nýtt erfðakort eykur skilning á heilsu og frjósemi
- Arna McClure mun enn sæta rannsókn
- Efla vill semja beint við dagforeldra
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Fólk
- Friends-leikari nældi sér læknanema
- Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala
- Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum
- Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
Íþróttir
- Arsenal - Dinamo Zagreb kl. 20, bein lýsing
- Dramatískt jafntefli Svíþjóðar í Bærum
- Formaðurinn selur treyjur í Zagreb
- Ísland - Egyptaland kl. 19.30, bein lýsing
- Risasigur Króata í riðli Íslands
- Við höfum engar áhyggjur af þessu
- Þriðji sigur stúlknanna og úrslitaleikur á morgun
- Ein breyting á leikmannahópi Íslands
- Íslendingurinn á förum frá Ajax?
- Misstu niður þriggja marka forystu
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið