Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
12.1.2008 | 16:47
Jamm!!!!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag að ef til vill gæfu nýlegar stöðuveitingar ráðherra tilefni til að styrkja enn frekar faglega ferla stjórnkerfisins.
Enn eitt jamm, japl og fuður. Rosalega er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað Samfylkingin er aðeins í þeirri vinnu að koma sínum mönnum að. Sterkasta ríkisstjórn Íslandsögunnar og ekkert er gert fyrir þjóðina, bara flokksgæðingana, sama sagan og hjá gamla Alþýðuflokknum. Hvað fékk Jón Baldvin, Eiður, Kjartan, Sighvatur, Guðmundur Árni á að halda áfram........er einhver flokkur sem getur státað sig af öðru eins siðferði. Nú fer maður að verða reiður, reiður því fram að þessu hefur Samfylkingin viljað hafa allar ráðningar með faglegum hætti en ekki að ráðherra (Össur) ráði þessu.
Ef til vill er ekki neitt, það er minna en kannski.Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)