Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Jólaátökin.

Nú eru jólin að nálgast og konan farin að spyrja hvort "Við eigum ekki að fara að mála", konan veit ekki hvað snýr fram eða aftur á pensli og samt setur hún upp að "Við" eigum að mála.......mig langar ekkert að mála svo ég spyr á móti hvort "Við eigum ekki að þvo veggina frekar". Ég veit nefnilega ekkert um hvernig sá gjörningur fer fram.

það er sem sagt farið að takast á um hvernig eigi að undirbúa heimilið fyrir jólin, parket á gólfin, klára þetta og klára hitt, plús allur baksturinn, jakk. Hvenær ætlar konum og körlum að skiljast að jólin er fyrir börnin og það að styrkja fjölskylduböndin........en vorin eru tími hreingerningana.


Beiðni um aðstoð frá Texas

 

 

Þessi beiðni er frá erlendum vini sem hefur beðið mig um að miðla áfram. Biðst fyrirfram afsökunar á þýðingu minni en bréfi hans er eftirfarandi:

Beiðni um aðstoð.


Ég hef áður minnst á vináttu mína við Darlie Routier við þig undanfarin ár. Darlie býður dauðadóms eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð á einum af tveimur sona sinna sem voru myrtir árið 1996. (Tveir af þremur sona hennar voru myrtir en hún er einungis sakfelld fyrir morð á einum).

 

Fjölskylda hennar heldur úti heimasíðu henni til stuðnings og þó heimasíðan sé ekki sú besta í heimi, http://www.fordarlieroutier.org/ þá segir hún nokkuð vel frá sögu hennar.

Málið er að Darlie er saklaus. Sönnunargögn þar af lútandi eru umtalsverð. Sem dæmi má nefna að ekki voru leidd fram vitni við réttarhaldið sem geta staðfest sakleysi hennar. Á heimili hennar þar sem ódæðið var framið, hefur fundist blóðugt fingrafar sem er ekki af Darlie eða öðru heimilisfólki, einnig DNA sýni sem passa ekki við neinn sem vitað er að komið hafa í húsið. Blóðugur sokkur sem tengist morðstaðnum fannst í húsasundi það langt frá morðstað, að ekki var mögulegt fyrir Darlie að koma honum þangað og ná að komast til baka á þeim tíma sem morðin voru framin og þangað til hún hringdi í neyðarlínuna 911. Ég get greint frá fleiri atriðum sem sanna sakleysi hennar sem ég má ekki upplýsa en sannanir um að hún sé saklaus eru miklu fleiri og sýna að Darlie er ekki einungis saklaus af þeim verknaði sem hún var dæmd fyrir, heldur og að hún gat ekki hafa framkvæmt þennan voðaverknað sem hún nú býður dauðadóms fyrir.

Ég hef þekkt Darlie frá árinu 1999 og eins og þú veist þá þekki ég töluvert til einstaklinga sem bíða dauðadóms á dauðadeildinni svo mér er vel kunnugt um þá klisju að "allir í fangelsum eru saklausir". Ég er hins vegar algjörlega sannfærður um að Texas ríki hafi klúðrað þessu máli gegn Darlie. Vitnaleiðslur sem nú er beðið eftir að verði munu örugglega leiða það í ljós. Ríkið hefur í yfir tíu ár reynt að leiða hjá sér, fela eða skrumskæla sannanir sem sýna fram á að ríkið hafi í þessu máli ekki fullnægt réttlætinu hvað þá að því hafi verið framfylgt. Mig langar til að benda þér á að á síðasta ári hafa tvær af þeim tíu konum sem biðu á dauðadeildinni verið sýknaðar.

Vandamálið er að fjölskylda Darlie er gjaldþrota, andlega jafnt sem fjárhagslega, eftir allar tilraunir þeirra við ríkið. Barátta þeirra hefur staðið linnulaust frá því 1996 og nú er svo komið að þeim vantar peninga til að borga nauðsynlegar DNA rannsóknir sem sanna sakleysi hennar í eytt skipti fyrir öll. DNA rannsóknir eru dýrar en niðurstöður af þeim og ýmis önnur gagnasöfnun getur skilið milli lífs eða dauða saklausrar konu.

Hægt er að fara á heimasíðu sem fjölskylda Darlier heldur úti og veita henni móralskan stuðning með því að skrifa undir bænaskjal (PETITION) stílað til Ríkisstjóra Texas um að mál hennar verði tekið aftur upp.


Hér er slóð fyrir þá sem vilja kynna sér mál Darlie Routier.

http://www.texasmonthly.com/mag/issu...feature3-4.php

 


 


Saw 1-4 og Hostel myndirnar.

Hvers vegna ífjandanum gera menn myndir ógeðar og ofbeldisupphafningarmyndir eins og Saw 1-4og Hostel 1-2 plús fleiri slíkar. Og sem verra er hvað fær menn til að hópast á þessar myndir til að glápa á þessa ólýsanlegu  ónáttúru. Þetta er orðið sjúklegt og langt komið út fyrir það að vera kallað eða flokkað undir list eða afþreyingu, þetta er ekkert annað en sjúkleg úrkynjun.

Njótið lífsins og kætið aðra, kær kveðja.


AFTUR BLAÐAMANNAFUNDI FORSÆTISRÁÐHERRA.

Sakna þess að núverandi forsætisráðherra haldi ekki blaðamannafundi svipað þeim og þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra hélt. Það er margt sem Halldór gerði og hægt er að taka til fyrirmyndar, þetta er eitt þeirra.

Davíð var frægur fyrir sín "Drottningarviðtöl", ekki mikið um erfiðar eða óþægilegar spurningar og Geir er að falla í sama farveg.  Sjálfstæðismenn halda nú varla vatni yfir því að Geir Haarde hafi verið blandað í REI umræðuna, finnst það óviðeigandi að blanda honum í málið. Geir vill meiri mengunarkvóta, Ingibjörg ekki, það eru ekki mjög ágjarnar spurningar til hans um það. Fleiri atriði má nefna en reyni hver að finna sitt í því.

Nei það er búið að slá skjaldborg utanum Hvíta Fílabeinsturninn þar sem sem Forsætisráðherrar Sjálfstæðisflokksins einir allra dvelja í........og suss segja blaðamenn það má ekki styggja þá, alla aðra en ekki þá.

Hafið það gott og njótið lífsins.

 


Mega-Euro-Disco_Kóngurinn Páll Óskar með nýa plötu

Allt fyrir ástina og Disco Diva voru sumarsmellir mínir þetta árið. Ég hef nú þegar fjárfest í plötu Jagúars og er ákaflega ánægður með hana og hlakka óskaplega til að fara út í búð á morgun og kaupa nýu plötuna hans Páls  Óskars.

Einhversstaðar las ég að það hafi lítið verið um fína drætti í íslensku tónlistarlífi í ár en hvað mig varðar þá nægði það mér sem kom út í ár. Hvernig er annars hægt að leiðast yfir vali eins og Jakobínarína, Björk, Sigurrós dvd, Mugison, Jagúar, Sigga Beinteins, Megas svo örfáir eru nefndir og svo Mega-Euro-Disco Kóngurinn sjálfur hann Páll Óskar Hjálmtýson. Ég skal viðurkenna að fram að þessu hef ég ekki fundið mikla löngun til að eignast plötu með Páli á þeim forsendum að þau séu það mikið spiluð í útvarpi og svo það að lögin hans séu "tíðarandalög", þeas eldist illa. Nú held ég að það sé breyting þar á, það er eitthvað "magical" við þau lög sem hafa farið í spilun og mín trú er að þau verði ódauðleg og klassísk.

Til hamingju með plötuna þína Páll Óskar á morgun verður dansað á mínu heimili.

Gleði og lukka fylgi þér.


Pólutískt andartak.

Merkileg röksemdarfærsla sem Sjálfstæðismenn hafa uppi á stjórnarheimilinu þegar framsóknarmenn spyrja þá um aðgerðir í hinum ýmsu málaflokkum á hinu háa Alþingi. Hið staðlaða svar þeirra virðist vera: "Ekki átti ég von á að heyra þessa gagnrýni frá hæstvirtum þingmanni Framsóknarflokksins sem manna best ætti að vita um vandamálið".

Bíddu við....er þá óvinnandi vegur að taka á málunum og koma þeim í farveg, með öðrum orðum, finna og vinna eftir einhverri stefnu?........eða er það kannski nú að koma í ljós að hið stefnumarkandi afl og drifkraftur síðustu ríkisstjórnar var Framsóknarflokkurinn og við brotthvarf hans hafa grey Sjálfstæðismenn ekki enn gert sér grein fyrir því að þeir þurfa að fara að mæta í vinnu og sinna vinnunni sinni????

Svona eitt í lokin: Kæri Geir og kæra Ingibjörg Sólrún væruð þið ekki reiðubúin til að tala svolítið meira saman, svona til að samræma stefnu ykkar áður en annað ykkar úttalar sig um hana og hinn skýtur hana í kaf á opinberum vettvangi? Það lítur nefnilega enn þannig út eins og að helsti stjórnarandstöðuflokkur Sjálfstæðismanna sé Samfylkingin og að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að Framsóknarflokkurinn sé í stjórnarandstöðu.

Lifið heil og vel.


Hratt breytast orð.

 

Það er varla að maður viti hvernig maður eigi að haga sér þessa dagana, ofurviðkvæmnin er alveg að fara með menn. Það má ekki lengur lesa bókina um Tíu litlu negrastrákana fyrir börnin, það er verið að reyna að banna Stikkilsberja Finn í bókasöfnum Í Bandaríkjunum því í henni er víst hægt að finna orðið “nigger”. Einu sinni mátti segja niggari en ekki núna, það er niðrandi. Það er skrýtið hvernig áður gegn orð og gild hafa umhverfst í merkingu sinni gegnum tíðina. Eitt slíkt orð er hyski, í dag er orðið hyski notað sem skammaryrði en upphafleg merking þess þýddi víst fjölskylda.

 

Í umræðum undanfarna daga hefur íslenska nafnið Björn Ingi fengið skemmtilegt hlutverk, ef maður mætir á kaffistofu og segir Björn Ingi þá getur maður á skömmum tíma komist að því og talið hve margir Sjálfstæðismenn eru á svæðinu. Æi greyin þeim er nú vorkunn þessa dagana.

 

Hvað um það, þegar ég fluttist í sveitina mína fyrir rétt um 20 árum kynntist ég ákaflega góðu og vönduðu fólki, konu einni og manni sem heitir Björn Hólm, saga hans er sérstök. Eins og íslendinga er siður hafði hann á sér uppnefni á sínum yngri árum og það uppnefni var Hommi. Þetta var löngu fyrir þá tíma sem samkynhneigt fólk var til hér á land og alveg jafn djúp merking á bak við þetta uppnefni eins og Nonni eða Sigg. Hvað um það þá fóru samkynhneigða fólkið að dúkka upp og það tók að sér viðurnefnið hommi og þar með var búið að stela frá aumingja Homma hans viðurnefni og var víst ekkert að gera en nota það nafn sem hann var skírður eftir það.

 

Hommarnir voru bara hommar ansi lengi og voru held ég ekkert ósáttir við að nota það orð í langan tíma eða þangað til að það fór að breytast í niðrandi ónefni. Þá þurfti að leita eftir nýu nafni.

 

Og þ'a að mér, mamma sagði að ég hefði ávallt verið mjög hýr strákur þear ég var lítill, einhverskonar gleðigjafi býst ég við en það hæti skyndilega einn daginn, ég var ekki lengur hýri strákurinn hennar mömmu, hommarnir voru allt í einu orðnir hýrir en ég hafði fengið hundsnafn, kátur.

 

Ég er að verða alveg ruglaður á þessu og nenni ekki að fara eftir því hvað hver vill vera kallaður í dag án þess að móðgast ég gríp bara til þess orðs sem mér er tamt og nota það, hvaða orð sem það er þeir ráða því alveg hvernig þeir taka því. Maður geta lent í verri málum en það að móðga einhverja örfá menn og eða breytast úr því að vera hýr og yfir í hundsnafn.

 

Samanber aumingja manninn sem eftir langa og stórkostlega nótt með bráðhuggulegri konu sá á náttborði hennar morguninn eftir mynd af ókunnugum manni sem vakti furðu hans og visst óöryggi.

 

Auðvitað vildi hann vita hver þetta væri og spurði því hvort þetta væri eiginmaður hennar.

 

Nei kjánaprik, svaraði hún og hjúfraði sig blíðilega upp að honum.

 

Kærastinn þá kanski, hélt hann áfram að spyrja.

 

Ó elskan ekki heldur, svaraði hún og nartaði í eyrað hans.

 

Þetta er þá pabbi þinn eða bróðir, spurði elskhuginn og var farið að létta eilítið.

 

Nei, nei, nei ekki heldur, var svarið.

 

Heyrðu hver í fjandanum er þessi mynd þá af, ef ég mætti spyrja.

 

Þetta, svaraði konan brosandi, er ég fyrir aðgerðina mína.


Fyrsta blogg.

Þannig fór nú það.......orðinn hluti af bloggheiminum og líkast til ekki snúið  aftur með það. Verð að sjá til hvernig þetta þróast og hvar hugðarefnin ligggja mest, hef þó trú á því að þau liggi út um allt þó kannski mest í tónlist og íþróttum. Eilítið líka kannski í stjórn- og trúmálum, það eru nefnilega það margir þar sem taka sig svo innilega hátíðlega og liggja þar af leiðindi vel við höggi.... Sjáum hvað setur.

« Fyrri síða

Höfundur

Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson
Þitt að dæma um það á endanum. Held með Leeds og Fram. Í tónlist hlusta ég mest á Janis Ian, Mark Knopfler, Klaus Nomi og fleiri þessháttar ljúflinga. Í kvikmyndum höfða Sci-Fi  myndir mest til mín.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband