Leita í fréttum mbl.is

Mætti ég biðja um Janis Ian.

Ef Dylan kemst ekki mætti ég þá biðja um Janis Ian sem er ein merkilegasta söngkona Amerískrar tónlistar, margverðlaunuð Grammy verðlaunahafi.

Fór á tónleika með henni í Hollandi fyrir rúmu ári........þvílík upplifun......allur tilfinningastiginn, hlátur, grátur. Er með svipað sjóv og Hörður Torfa, tal milli laga.

Ef Dylan kemst ekki....plííííííííííssss veljið Janis Ian.


mbl.is Dylan kemur kannski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Skok, Dylan er svo sem ágætur en ég hef aldrei verið hrifin af honum, því miður, en ég er hjartanlega sammála þér að fá Janis Ian. Hún er frábær. Hlustaði mikið á hana hérna í den t.d. lagið "At seventeen". Hún hefur því miður ekki verið mikið spiluð hér.

Sigurlaug B. Gröndal, 5.2.2008 kl. 16:27

2 identicon

Allt gott um Janis Ian að segja, en í guðanna bænum ekki jafna henni við Bob Dylan. Mér líst prýðilega á að hún haldi tónleika hér við tækifæri, en varðandi Bob þá veit ég að umboðsskrifstofur hafa verið í sambandi við hans fólk lengi og eiginlega skil ég ekki af hverju ekki hafa tekist samningar fyrir löngu - þar sem Bob hefur haldið tónleika í Evrópu á hverju ári undanfarið, t.d. leikur hann næstum á hverju ári í Osló og Kaupmannahöfn. Hann er í hörkuformi. Varðandi Janis Ian þá er ég hræddur um að áhrif hennar á menninguna almennt séu smávægileg, alla vega á miðað við Dylan og þó hann sé kominn á sjötugsaldur þá er vel þess virði að fara á tónleika með honum, hjá bob eru að eilífu breytingar - og, humm þið fáið víst ekki mikið af ljúfu spjalli milli laga hjá honum. Hörður T og Janis sjá um það.

Sveinbjörn Þ (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:55

3 Smámynd: Gísli Guðmundsson

Þegar Janis Ian kom fyrst á sjónarsviðið aðeins 15 ára gömul með sína fyrstu plötu þá var henni hampað og líkt við Bob Dylan. Lög hennar þóttu hárfínar samfélagsádeilur og lagið Socirty´s Child sem tók á samskiptum svartra og hvítra með þeim hætti að lag hennar var ekki spilað í útvarpi fyrr en Leonard Bernstein vakti athygli á því.

Fyrstu fjórar plötur hennar voru í þessum dúr. Síðan kom hlé hjá henni þar til hún gerði plötuna Stars, á þeirri plötu kveður við nýan og ljúfari tón þó hún seti enn fram hárfína og beitta samfélags gagnrýni. Lagið Stars af þeirri plötu þykir enn þann dag í dag vera best skrifaða lag um líf þeirra sem er allt í einu skotið upp á stjörnuhimininn.

Næsta plata á eftir innihélt smellinn At Seventeen og sú plata færði henni fyrstu Grammy verðlaunin..........og poppið tók yfirhöndina hjá henni í næstu plötum á eftir. Hún hvarf af sjónarsviðinu eftir misheppnaða discoplötu. En þó hún fór í diskótaktinn þá héldu textar hennar áfram að taka á viðkvæmum málefnum og er Uncle Wonderful um mann sem misnotar börn.....ekki beinlínis bara ljúfmeti þar á ferð.

Það líða mörg ár þar til næsta plata hennar kemur út, Breaking Silence heitir hún og sú plata vakti mikla athygli því þar kvað við nýan tón, áfram ljúf rödd, ljúfar ballöður en engin hveitiklysja í textunum. Tattoo af þeirri plötu fjallar um gyðingaofsóknir og svo má lengi telja en þessi plata færði henni enn ein Grammy verðlaunin.

Frá Breaking Silence hefur hver platan á fætur annari komið út og sú nýasta Folk is the New Black er þjóðlagaplata af bestu gerð með samfélagsgagnrýni á stríð, ofsóknir o. fl. Það er margt hægt að segja um Janis Ian, eitt er að hún hefur gefið út 22 plötur allar með eigin efni og annað að hún hefur haft mikið að segja og gerir það á beinskeyttan hátt. 

Gísli Guðmundsson, 5.2.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson
Þitt að dæma um það á endanum. Held með Leeds og Fram. Í tónlist hlusta ég mest á Janis Ian, Mark Knopfler, Klaus Nomi og fleiri þessháttar ljúflinga. Í kvikmyndum höfða Sci-Fi  myndir mest til mín.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband