16.11.2007 | 17:08
Heimur minnkandi fer
Sit og velti vöngum yfir hve stórkostlegur þessi netheimur er og hve samþjappandi áhrif hann hefur. "Heimur minkandi fer" á svo sannarlega við. Nú sit ég hér og blogga og les blogg frá öðrum sem ég veit engin deili á en lít á sem nýa íslenska vinahópinn minn. Svo er ég með annað augað á E-bay, nánari tiltekið þessa síðu
þar er ég með nýu erlendu vinum mínum frá öðrum bloggheimi að bjóða í þessar þrjá stórkostlegu hljómdiska en allt söluandvirði rennur óskert til http://pearlfoundation.com/ En þessi samtök hjálpa konum til að fara aftur í skóla eftir að hafa þurft að gera hlé á skólagöngu sinni af einhverjum ástæðum.
Og nú ýti ég á hnapp og einhver les þetta fær áhuga og kannski býður í þessar þrjár frábæru plötur sem eru pressaðar í Japan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.