15.11.2007 | 23:07
Jólaátökin.
Nú eru jólin að nálgast og konan farin að spyrja hvort "Við eigum ekki að fara að mála", konan veit ekki hvað snýr fram eða aftur á pensli og samt setur hún upp að "Við" eigum að mála.......mig langar ekkert að mála svo ég spyr á móti hvort "Við eigum ekki að þvo veggina frekar". Ég veit nefnilega ekkert um hvernig sá gjörningur fer fram.
það er sem sagt farið að takast á um hvernig eigi að undirbúa heimilið fyrir jólin, parket á gólfin, klára þetta og klára hitt, plús allur baksturinn, jakk. Hvenær ætlar konum og körlum að skiljast að jólin er fyrir börnin og það að styrkja fjölskylduböndin........en vorin eru tími hreingerningana.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.