Leita í fréttum mbl.is

Beiðni um aðstoð frá Texas

 

 

Þessi beiðni er frá erlendum vini sem hefur beðið mig um að miðla áfram. Biðst fyrirfram afsökunar á þýðingu minni en bréfi hans er eftirfarandi:

Beiðni um aðstoð.


Ég hef áður minnst á vináttu mína við Darlie Routier við þig undanfarin ár. Darlie býður dauðadóms eftir að hafa verið sakfelld fyrir morð á einum af tveimur sona sinna sem voru myrtir árið 1996. (Tveir af þremur sona hennar voru myrtir en hún er einungis sakfelld fyrir morð á einum).

 

Fjölskylda hennar heldur úti heimasíðu henni til stuðnings og þó heimasíðan sé ekki sú besta í heimi, http://www.fordarlieroutier.org/ þá segir hún nokkuð vel frá sögu hennar.

Málið er að Darlie er saklaus. Sönnunargögn þar af lútandi eru umtalsverð. Sem dæmi má nefna að ekki voru leidd fram vitni við réttarhaldið sem geta staðfest sakleysi hennar. Á heimili hennar þar sem ódæðið var framið, hefur fundist blóðugt fingrafar sem er ekki af Darlie eða öðru heimilisfólki, einnig DNA sýni sem passa ekki við neinn sem vitað er að komið hafa í húsið. Blóðugur sokkur sem tengist morðstaðnum fannst í húsasundi það langt frá morðstað, að ekki var mögulegt fyrir Darlie að koma honum þangað og ná að komast til baka á þeim tíma sem morðin voru framin og þangað til hún hringdi í neyðarlínuna 911. Ég get greint frá fleiri atriðum sem sanna sakleysi hennar sem ég má ekki upplýsa en sannanir um að hún sé saklaus eru miklu fleiri og sýna að Darlie er ekki einungis saklaus af þeim verknaði sem hún var dæmd fyrir, heldur og að hún gat ekki hafa framkvæmt þennan voðaverknað sem hún nú býður dauðadóms fyrir.

Ég hef þekkt Darlie frá árinu 1999 og eins og þú veist þá þekki ég töluvert til einstaklinga sem bíða dauðadóms á dauðadeildinni svo mér er vel kunnugt um þá klisju að "allir í fangelsum eru saklausir". Ég er hins vegar algjörlega sannfærður um að Texas ríki hafi klúðrað þessu máli gegn Darlie. Vitnaleiðslur sem nú er beðið eftir að verði munu örugglega leiða það í ljós. Ríkið hefur í yfir tíu ár reynt að leiða hjá sér, fela eða skrumskæla sannanir sem sýna fram á að ríkið hafi í þessu máli ekki fullnægt réttlætinu hvað þá að því hafi verið framfylgt. Mig langar til að benda þér á að á síðasta ári hafa tvær af þeim tíu konum sem biðu á dauðadeildinni verið sýknaðar.

Vandamálið er að fjölskylda Darlie er gjaldþrota, andlega jafnt sem fjárhagslega, eftir allar tilraunir þeirra við ríkið. Barátta þeirra hefur staðið linnulaust frá því 1996 og nú er svo komið að þeim vantar peninga til að borga nauðsynlegar DNA rannsóknir sem sanna sakleysi hennar í eytt skipti fyrir öll. DNA rannsóknir eru dýrar en niðurstöður af þeim og ýmis önnur gagnasöfnun getur skilið milli lífs eða dauða saklausrar konu.

Hægt er að fara á heimasíðu sem fjölskylda Darlier heldur úti og veita henni móralskan stuðning með því að skrifa undir bænaskjal (PETITION) stílað til Ríkisstjóra Texas um að mál hennar verði tekið aftur upp.


Hér er slóð fyrir þá sem vilja kynna sér mál Darlie Routier.

http://www.texasmonthly.com/mag/issu...feature3-4.php

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Guðmundsson
Gísli Guðmundsson
Þitt að dæma um það á endanum. Held með Leeds og Fram. Í tónlist hlusta ég mest á Janis Ian, Mark Knopfler, Klaus Nomi og fleiri þessháttar ljúflinga. Í kvikmyndum höfða Sci-Fi  myndir mest til mín.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband