9.11.2007 | 20:07
AFTUR BLAÐAMANNAFUNDI FORSÆTISRÁÐHERRA.
Sakna þess að núverandi forsætisráðherra haldi ekki blaðamannafundi svipað þeim og þegar Halldór Ásgrímsson þáverandi forsætisráðherra hélt. Það er margt sem Halldór gerði og hægt er að taka til fyrirmyndar, þetta er eitt þeirra.
Davíð var frægur fyrir sín "Drottningarviðtöl", ekki mikið um erfiðar eða óþægilegar spurningar og Geir er að falla í sama farveg. Sjálfstæðismenn halda nú varla vatni yfir því að Geir Haarde hafi verið blandað í REI umræðuna, finnst það óviðeigandi að blanda honum í málið. Geir vill meiri mengunarkvóta, Ingibjörg ekki, það eru ekki mjög ágjarnar spurningar til hans um það. Fleiri atriði má nefna en reyni hver að finna sitt í því.
Nei það er búið að slá skjaldborg utanum Hvíta Fílabeinsturninn þar sem sem Forsætisráðherrar Sjálfstæðisflokksins einir allra dvelja í........og suss segja blaðamenn það má ekki styggja þá, alla aðra en ekki þá.
Hafið það gott og njótið lífsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.