8.11.2007 | 20:04
Mega-Euro-Disco_Kóngurinn Páll Óskar með nýa plötu
Allt fyrir ástina og Disco Diva voru sumarsmellir mínir þetta árið. Ég hef nú þegar fjárfest í plötu Jagúars og er ákaflega ánægður með hana og hlakka óskaplega til að fara út í búð á morgun og kaupa nýu plötuna hans Páls Óskars.
Einhversstaðar las ég að það hafi lítið verið um fína drætti í íslensku tónlistarlífi í ár en hvað mig varðar þá nægði það mér sem kom út í ár. Hvernig er annars hægt að leiðast yfir vali eins og Jakobínarína, Björk, Sigurrós dvd, Mugison, Jagúar, Sigga Beinteins, Megas svo örfáir eru nefndir og svo Mega-Euro-Disco Kóngurinn sjálfur hann Páll Óskar Hjálmtýson. Ég skal viðurkenna að fram að þessu hef ég ekki fundið mikla löngun til að eignast plötu með Páli á þeim forsendum að þau séu það mikið spiluð í útvarpi og svo það að lögin hans séu "tíðarandalög", þeas eldist illa. Nú held ég að það sé breyting þar á, það er eitthvað "magical" við þau lög sem hafa farið í spilun og mín trú er að þau verði ódauðleg og klassísk.
Til hamingju með plötuna þína Páll Óskar á morgun verður dansað á mínu heimili.
Gleði og lukka fylgi þér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.