8.11.2007 | 14:08
Pólutískt andartak.
Merkileg röksemdarfærsla sem Sjálfstæðismenn hafa uppi á stjórnarheimilinu þegar framsóknarmenn spyrja þá um aðgerðir í hinum ýmsu málaflokkum á hinu háa Alþingi. Hið staðlaða svar þeirra virðist vera: "Ekki átti ég von á að heyra þessa gagnrýni frá hæstvirtum þingmanni Framsóknarflokksins sem manna best ætti að vita um vandamálið".
Bíddu við....er þá óvinnandi vegur að taka á málunum og koma þeim í farveg, með öðrum orðum, finna og vinna eftir einhverri stefnu?........eða er það kannski nú að koma í ljós að hið stefnumarkandi afl og drifkraftur síðustu ríkisstjórnar var Framsóknarflokkurinn og við brotthvarf hans hafa grey Sjálfstæðismenn ekki enn gert sér grein fyrir því að þeir þurfa að fara að mæta í vinnu og sinna vinnunni sinni????
Svona eitt í lokin: Kæri Geir og kæra Ingibjörg Sólrún væruð þið ekki reiðubúin til að tala svolítið meira saman, svona til að samræma stefnu ykkar áður en annað ykkar úttalar sig um hana og hinn skýtur hana í kaf á opinberum vettvangi? Það lítur nefnilega enn þannig út eins og að helsti stjórnarandstöðuflokkur Sjálfstæðismanna sé Samfylkingin og að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki að Framsóknarflokkurinn sé í stjórnarandstöðu.
Lifið heil og vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.