8.11.2007 | 00:41
Hratt breytast orð.
Það er varla að maður viti hvernig maður eigi að haga sér þessa dagana, ofurviðkvæmnin er alveg að fara með menn. Það má ekki lengur lesa bókina um Tíu litlu negrastrákana fyrir börnin, það er verið að reyna að banna Stikkilsberja Finn í bókasöfnum Í Bandaríkjunum því í henni er víst hægt að finna orðið nigger. Einu sinni mátti segja niggari en ekki núna, það er niðrandi. Það er skrýtið hvernig áður gegn orð og gild hafa umhverfst í merkingu sinni gegnum tíðina. Eitt slíkt orð er hyski, í dag er orðið hyski notað sem skammaryrði en upphafleg merking þess þýddi víst fjölskylda.
Í umræðum undanfarna daga hefur íslenska nafnið Björn Ingi fengið skemmtilegt hlutverk, ef maður mætir á kaffistofu og segir Björn Ingi þá getur maður á skömmum tíma komist að því og talið hve margir Sjálfstæðismenn eru á svæðinu. Æi greyin þeim er nú vorkunn þessa dagana.
Hvað um það, þegar ég fluttist í sveitina mína fyrir rétt um 20 árum kynntist ég ákaflega góðu og vönduðu fólki, konu einni og manni sem heitir Björn Hólm, saga hans er sérstök. Eins og íslendinga er siður hafði hann á sér uppnefni á sínum yngri árum og það uppnefni var Hommi. Þetta var löngu fyrir þá tíma sem samkynhneigt fólk var til hér á land og alveg jafn djúp merking á bak við þetta uppnefni eins og Nonni eða Sigg. Hvað um það þá fóru samkynhneigða fólkið að dúkka upp og það tók að sér viðurnefnið hommi og þar með var búið að stela frá aumingja Homma hans viðurnefni og var víst ekkert að gera en nota það nafn sem hann var skírður eftir það.
Hommarnir voru bara hommar ansi lengi og voru held ég ekkert ósáttir við að nota það orð í langan tíma eða þangað til að það fór að breytast í niðrandi ónefni. Þá þurfti að leita eftir nýu nafni.
Og þ'a að mér, mamma sagði að ég hefði ávallt verið mjög hýr strákur þear ég var lítill, einhverskonar gleðigjafi býst ég við en það hæti skyndilega einn daginn, ég var ekki lengur hýri strákurinn hennar mömmu, hommarnir voru allt í einu orðnir hýrir en ég hafði fengið hundsnafn, kátur.
Ég er að verða alveg ruglaður á þessu og nenni ekki að fara eftir því hvað hver vill vera kallaður í dag án þess að móðgast ég gríp bara til þess orðs sem mér er tamt og nota það, hvaða orð sem það er þeir ráða því alveg hvernig þeir taka því. Maður geta lent í verri málum en það að móðga einhverja örfá menn og eða breytast úr því að vera hýr og yfir í hundsnafn.
Samanber aumingja manninn sem eftir langa og stórkostlega nótt með bráðhuggulegri konu sá á náttborði hennar morguninn eftir mynd af ókunnugum manni sem vakti furðu hans og visst óöryggi.
Auðvitað vildi hann vita hver þetta væri og spurði því hvort þetta væri eiginmaður hennar.
Nei kjánaprik, svaraði hún og hjúfraði sig blíðilega upp að honum.
Kærastinn þá kanski, hélt hann áfram að spyrja.
Ó elskan ekki heldur, svaraði hún og nartaði í eyrað hans.
Þetta er þá pabbi þinn eða bróðir, spurði elskhuginn og var farið að létta eilítið.
Nei, nei, nei ekki heldur, var svarið.
Heyrðu hver í fjandanum er þessi mynd þá af, ef ég mætti spyrja.
Þetta, svaraði konan brosandi, er ég fyrir aðgerðina mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2007 | 17:22
Fyrsta blogg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)